250+manns

Þarna voru á að giska 250manns allajafnan þegar best lét, ótrúlega margt fólk sem stoppaði bara stutta stund til að sýna samstöðu.

Fór fækkandi eftir að "ráðafólkið" yfirgaf alþyngishúsið um bakdyrnar. voru 60-80 manns eftir þegar ég drattaðist heim vegna kulda.


mbl.is Mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Hahah, labbaði þarna framhjá til að sjá skrípalætin og það voru ALDREI meira en 50 manns þarna að mótmæla. Allir sem löbbuðu um voru að virða fyrir sér fávitaskapinn. En hver tekur mark á auðvaldsdindli sem kann ekki einu sinni að stafsetja "alþingishúsið"?

Andspilling, 31.12.2009 kl. 00:58

2 identicon

Sjálfstæðismenn að reyna vekja upp stemmingu (Lol)

Valsól (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þegar vinstri menn voru með tónleika fyrir utan seðlabankann og eina fólkið sem mætti á staðinn voru tónlistarmennirnir, þá var talað um fjölmenn mótmæli.

Nú ríkir nánast þögn um mótmælin og eina fréttin sem ég hef fundið um þessa mótmælendur þar er dregið mjög úr.

Fjölmiðlar eru bara ekki að standa sig.

Heimir Hilmarsson, 31.12.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ekki voru nú þessar 40.000 undirskriftir að láta sjá sig. Ætli hugur fylgi nokkuð máli þar á bæ?

Páll Geir Bjarnason, 31.12.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Eru ekki hægri sinnaðir mótmælendur bara hófværir á meðan vistri mótmælendur eru ofbeldisfullir og ofstækisfullir?

Það er nú bara flest sem bendir til þess. Ég er nokkuð viss um það að ef hægri ríkisstjórn væri að gera nákvæmlega sama hlutinn og þessi kommúnista stjórn er að gera nú þá myndi eldi og brennisteini rigna fyrir utan Alþingi á meðan. Mótmælunum væri sennilega stjórnað af þeim sem nú stýra ríkisstjórninni.

Hægri menn kasta sennilega síður grjóti en vinstri menn, ráðast sennilega síður að lögreglumönnum en vinstri menn og eru kannski bara almennt löghlýðnari en vinstri menn. Efni í rannsókn.

Kannski eru stærstu mótmæli hægri manna að skrifa sig á lista hjá http://indefence.is/ og sem betur fer eru þar reyndar fullt af skynsömum vinstri mönnum líka.

Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J töldu það mjög áríðandi að tekið yrði mark á þeim mótmælendum sem mótmæltu síðustu ríkisstjórn með grjótkasti og ofbeldi. Menn eru enn sárir eftir ofbeldisverk þess tíma. Þessir vinstri sinnuðu mótmælendur voru á bilinu 2 til 4000 og óháð fjölda var alltaf jafnmikil umræða um mikinn fjölda mótmælenda.

Nú eru friðsamir mótmælendur orðnir fleiri en 42.000 eða 10 sinnum fleiri en þegar Jóhanna ásamt sínum flokki sprengdi síðustu ríkisstjórn.

Nú vilja Jóhanna og Steingrímur hunsa mótmælendur. Kannski vegna þess að þeir eru friðsamir. Kannski hlutsta þau bara á ofbeldisfólk?

Heimir Hilmarsson, 31.12.2009 kl. 01:53

6 identicon

Það verður svo að andskotast áfram í þessu liði við Bessastaði á morgun.

spritti (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 03:31

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Heimir er með þetta:Hægrisinnar eru mjög " hófværir "

hilmar jónsson, 31.12.2009 kl. 10:59

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir hafa verið óhóflega mikið fyrir hófin.

hilmar jónsson, 31.12.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband