Hækkun Raforkuverðs til heimilana.

Talaði við starfsmann hjá Orkuveitunni og viðkomandi tjáði mér að um næstu mánaðarmót komi raforka til með að hækka í verði til Íslendinga. (ekki má hækka á Álverin þar sem þau þurfa að græða svo mikla peninga).  Samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær "frekar en Ruv.is" þar sem var birt skýrsla sem sýndi að Álverin borga 2.5kr.pr.Kw meðan heimilin í landinu borga 12.kr.pr.Kw.

Hversvegna ætli það sé verið að hækka raforkuverðið ? ætli það sé orðið dýrara að framleiða raforku á Íslandi heldur en fyrir ári ?  Eða ætli að við þurfum nú að borga fyrir að HS.Orka hafi verið seld Erlendu skúffufyrirtæki fyrir slikk og Íslenska þjóðin lánaði 70% af kaupverðinu með veði í Sænsku skúffufyrirtæki, auðvitað hætta svo peningar að streyma inn frá þeirri raforku sem HS.Orka selur og Íslenska þjóðin er látin borga mismuninn.   Þetta er í boði Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins !!!!

Ætli skýringin sé ekki frekar að núna sé verið að safna peningum til að hægt sé að virkja fleiri svæði til að hægt sé að byggja fleiri Álver ? Íslenska þjóðin verður náttúrulega síðan að taka risalán frá dótturfyrirtækjum skúffufyrirtækjanna til að hægt verði að greiða öðrum dótturfélögum sama skúffufyrirtækis til að reisa hér Álver og stífla fleiri ár. En auðvitað fá hundruðir "Íslendingar"vinnu meðan á framkvæmdunum stendur (man einhver eftir að hafa heyrt þessa línu áður en framkvæmdir við Kárahnjúka virkjun hófst  ?) (meðan búið er að frysta eða lækka laun hjá flestum / stöðuleikasáttmálinn = allt hækkar nema launin, meira að segja hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki þrátt fyrir að útgerðirnar græði sem aldrei fyrr).

 

Mér er satt að segja orðið svo óglatt að ég treysti mér ekki til að klára þetta blogg. Held kannski áfram síðar.

PERSÓNU KOSTNINGAR !!!! Ekkert helvítis fjórflokka FYLLERÍ þar sem enginn sætir ábyrgð !!!!

Með fyrirfram þökk.

Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband