8.1.2010 | 21:26
Svik við þjóðina ?
Ég lít á það sem tilræði við lýðræðið ef stjórnmálamenn ætla að framkalla einhverja gjörninga til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um Icesave !!!!
Ef Hollendingar eða Englendingar vilja ekki að Íslenska ÞJÓÐIN hafni þessum samningum, þá skulu þeir koma með einhverja samninga sem Íslendingar geta sætt sig við.... EEEENNNN þeir samningar þurfa að liggja fyrir amk. 2 vikum áður en hin lýðræðislega kosning fer fram, til að hægt sé að kynna nýjann samning fyrir þjóðinni og jafnt sem áður fær ÞJÓÐIN að kjósa um samninginn.
Ég myndi tildæmis fá að vita hvaða upphæðir við eigum að borga... erum við að fara að borga Hollendingum og Bretum einhverja summu sem varð til þegar þeir borguðu öllum innistæðueigendum 100% af því sem þeir höfðu lagt inná þessa glæpareikninga ? eða erum við að kjósa um að borga þeim tilbaka þær lágmarks tryggingafjárhæðir sem regluverkið segir til um ?
Þetta þarf allt að liggja uppá borðum og vera 100% ljóst, áður en ÞJÓÐIN getur ákveðið hvort hún mun hafna eða samþykkja þessi lög.
Lengi lifi frjálst Ísland og Forsetinn.
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert í veröldinni er 100%. En ef eitthvað er nálægt því er það ábyrgð Íslensku þjóðarinnar á fjárhættuspili Íslenska seðlabankans með fé almennings á Íslandi sem átti að varðveita í þeim banka.
Ef við ætlum að gera aðrar þjóðir ábyrgar fyrir innalands-klúðri og þjófnaði fárra Íslendinga á eigum samlanda sinna erum við samasem að viðurkenna að við getum ekki stjórnað eigin landi með ábyrgum hætti! Bara yfir og út með allt heila sjálfstæðisbröltið?
Ættum við ekki að byrja á að skilja þátt svikulla Íslendinga í þessu máli? Og snúa okkur svo að svikulum lögum í EES? Er það ekki rökrétt og sanngjarnt gagnvart öllum sem hlut eiga að máli?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.