12.9.2007 | 19:04
Fyrirtæki sem STELA frá einstaklingum.
Listi sem á örugglega eftir að lengjast. Endilega sendið inn ábendingar ef þig vitið um fleiri fyrirtæki sem eru með puttana í vösum viðskiptavina sinna í formi seðilgjalda eða annarkonar þjófnaðar.
Fyrirtæki.:
365 (glæpa) samsteypan Ogvodafone, Btnet/sko, Stöð2.
óhaðar umsagnir af netinu. "hahahahaaa vá hvað þeir eru að græða á fólki..Rugluðu fólki, eins og okkur stelpunum..." http://asdisin.bloggar.is/blogg/202125/
Bankar / Fjármálastofnanir.:
.. "skelli þessu inn á morgun". / ekkert smá langur listi.
Ríkið / Sveitarfélög.:
Endilega sendið inn upplýsingar ef þið vitið um eitthvað sem ætti heima hér að ofan eða bara allmennt um svona "fyrirtækja (svik)".
Vegna umræðu um færslugjöld hef ég verið að taka það saman hvað ég greiði í færslugjöld og mér blöskrar framkoma sumra fyrirtækja en þó einna helst 365 Fjölmiðla Glæpasamsteypan. og skal ég taka dæmi.
Er með heimasíma ogvodafone + Kr. 250 á mánuði fyrir að prenta út reikning.
Er með Internetið hjá Btnet/Sko + Kr. 250 á mánuði fyrir að prenta út reikning.
Áskrift af stöð 2. (mig minnir )+ Kr. 250 þar er mánuði fyrir að prenta út reikning. Leiðrétting ( systir vinkonu er svo "kærulaus" að afhenda þessu fyrirtæki kortanúmerið sitt, þannig að þetta er greitt sennilega án seðilgjalda. (en auðvitað á skrattinn sálina í henni eftirá) hehe
Sama fyrirtæki heldur að það geti STOLIÐ af mér 750kr á mánuði ! 9000kr á ári sem þeir eru að stela af mér ! og örugglega af öllum núverandi viðskiptavinum sínum.
Best ég taki það fram að ég greiði flesta mína reikninga gegnum heimabankann og þar poppa allir þessir reikningar upp, þannnig að ég tók mig til og hringdi í ogvodafone stöð2 og Btnet/sko til að afpanta reikningaútprentanir... og þá fyrst fór þetta að verða dapurt.
OgVodafone þar gat ég afpantað útprentunina en þarf samt að borga 50kr sem þeir segja að bankinn innheimti fyrir að setja færsluna í heimabankann. (tek það fram að þetta er eitthvað sem ég á eftir að kynna mér nánar/sannreyna).þar virðist vera mögulegt að afpanta reikningana nema þessar 50kr sem þeir segja að (bankinn þeirra sé að stela af mér), nema að greiða reikningana með kreditkorti.
Dooohhh Já varstu að stela af mér peningum... Hérna er kreditkortanúmerið mitt... HAHAhaha
Btnet/sko (sem er rekið í sama húsi OgVodafone og sennilega á sama tölvukerfi) þar virðist ekki vera mögulegt að afpanta reikningana nema greiða reikningana með kreditkorti.
Dooohhh Hérna er kreditkortanúmerið mitt... HAHAhaha
Benti aðilanum sem ég talaði við hjá þeim á að þeir væru að auglýsa áskrift á 3890kr http://www2.sko.is/index.aspx?GroupId=463 sem ég þyrfti að greiða 4150kr fyrir þannig að það er sennilega möguleiki á að kæra þá einnig fyrir brot á viðskiptalögum en ekki bara þjófnað.
Stöð2 er búinn að hringja þangað tvisvar eða þrisvar og hef alltaf gefist upp, er farinn að halda að það svari enginn símanum þarna. Uppfæri þetta þegar ég hef haft tíma til að skreppa þangað uppeftir ( sennilegra fljótlegra að taka strætó en að hanga á bið í símanum hjá þeim ).
Mér er alveg sama þótt þeir lækki greiðsluseðla gjöldin sín ég ætla að leita réttar míns í þessu máli, vantar bara tíma til að komast til lögfræðings. Sennilega sami dagur og ég tek strætó uppí 365 grenið. ( held að það sé kallað greni þar sem þjófar eru til húsa ).
PS. Núna eru þessir sömu aðilar búnir að kaupa sé lögfræðinga sem eru tilbúnir (gegn greiðslu auðvitað) að segja að þetta sé ekki ólöglegt... ég meina WTF er í gangi ? er fólk að gleypa þetta ?
Ég ætla að rétt vona ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2007 kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.