15.5.2008 | 21:37
Auðvitað ekki sammála.
"Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á fundi Sjálfstæðismanna í dag í Valhöll um Evrópumálin að hann væri ekki hrifinn af hugmyndum um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sagðist hann telja að ástæðulaust væri að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu nema búið væri að ákveða að sækja um." (leiðrétti stafsetningarvillu, annars er þetta það upprunalega fréttin).
Auðvitað er Björn Bjarnason "AKA" hryðjuverkamálaráðherra ekki hrifin af þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta, honum finnst sennilega að það sé eðlilegt að þjóðin fái að segja sína skoðun EFTIR að við göngum í evrópusambandið. Það er örugglega hans vilji að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta þegar við erum búin að ganga inní evrópusambandið.
Ég myndi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ættum að hefja viðræður um inngöngu í evrópusambandið, þó ekki væri nema til að ákveða hvort við viljum borga alla þá peninga sem samningaviðræðurnar/undirbúningur myndi kosta þjóðina.
Td. ferðalög erlendis fyrir ráðherrurnar og fylgismenn, að ógleymdum öllum þeim nefndum sem ættu eftir að fjalla um málið og svo framvegis.
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.