26.11.2008 | 23:50
Spaugstofan hittir naglann
Ég vil meina að spaugstofan hafi hitt naglann á höfuðið þegar þeir sömdu nýja þjóðsönginn.
Ísland var land þitt og aldrei við gleymdum,
Íslenskum vöxtum sem greiddum við þá.
Íslenska féþúfu auðvaldið dreymdi um,
Íslenskir toppar með launin sín há.
Íslensk var skattpíning alþýðumanna,
Íslanska siðblindan hroki og fals.
Íslenskur skandall, það skuldirnar sanna,
Skinhelgin hún var þó Íslanskust alls.
Íslenskt var sukkið og útrásin líka,
Íslensk var stjórnin sem bankana gaf.
Ísland, það gerði svo örfáa ríka,
Ísland nú staulast með betlarastaf.
Íslensk er höndin sem eggjunum grýtir,
Íslensk er röddin sem loks segir stopp.
Íslenskur hnefinn og hnúarnir hvítir,
heimta að allt verði greitt upp í topp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2008 kl. 00:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.